Skemmtilegur fundur að baki með félagsmönnum á Hótel Vestmannaeyjum

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins eru um þessar mundir á hringferð um landið og í hádeginu í dag var haldinn vel heppnaður fundur á Hótel Vestmannaeyjar með félagsmönnum. Þar fóru fram líflegar umræður um atvinnulífið og veginn framundan. 

Að fundinum loknum fóru fulltrúar SA svo og heimsóttu nokkur fyrirtæki á svæðinu. Þau voru Ísfélagið, Vinnslustöðin, Hótel Vestmannaeyjar, Einsi Kaldi, HS Veitur og Þekkingarsetur Vestmannaeyja.