Sjávarútvegsdagurinn 2019
Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 25. september í Silfurbergi, Hörpu kl. 8.30-10. Kaffi og morgunhressing frá klukkan 8.00.
Yfirskrift Sjávarútvegsdagsins 2019 er: Hægara er að styðja en reisa. Kynntar verða niðurstöður gagnagrunns Deloitte um afkomu sjávarútvegsins árið 2018 og fyrirlestrar fluttir um stöðu og horfur útflutningsfyrirtækja. Sérstakur gestur og fyrirlesari verður Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Dagskrá
Setning
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja árið 2018
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte
Hvert stefnir fiskvinnslan?
Friðrik Gunnarsson, hagfræðingur SFS
Seðlabankinn og sjávarútvegur
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka
Aðgangur kr. 3500 kr.
Skráning með tölvupósti á skraning@deloitte.is