Sérstök útgáfa SA samhliða Ársfundi atvinnulífsins 2021

Sérstöku aukablaði Samtaka atvinnulífsins var dreift með Fréttablaðinu í dag, en þar tóku SA saman 21 áskorun sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag og snjallar lausnir til að tryggja velsæld þjóðarinnar. 

Í blaðinu má einnig finna viðtöl við félagsmenn, staðreyndir um íslenskt samfélag og viðtal við framkvæmdastjóra SA, svo nokkuð sé nefnt.

Yfirskrift ársfundarins er Höldum áfram og er byggð á átaksverkefni SA sem hófst í nóvember 2020 sem viðbragð við heimsfaraldrinum. Ársfundurinn slær einnig botninn í hringferð sem forsvarsmenn SA fóru um landið í byrjun sumars þar sem þau hittu félagsmenn og áttu gott spjall yfir súpu.

Á ársfundinum og í blaðinu er farið yfir 21 áskorun og lausn í sex efnisflokkum sem snúa að opinberum rekstri, skattastefnu, rekstrarumhverfi atvinnulífsins, sjálfbærri þróun, vinnumarkaðnum, menntamálum og heilbrigðismálum.

Útgáfan var sem fyrr segir í tilefni Ársfundar atvinnulífsins 2021, sem haldinn var í dag og sýnt var frá í beinu streymi á vefsíðu SA og á helstu vefmiðlum. Þátturinn er aðgengilegur hér.