Hundrað kjarasamninga múrinn rofinn hjá SA
Hundraðasti kjarasamningurinn í yfirstandandi samningalotu á almennum vinnumarkaði, og Samtök atvinnulífsins hafa aðkomu að, var undirritaður í vikunni.
Hundraðasti samningurinn í röðinni var fyrirtækjasamningur sem tekur til 29 starfsmanna í þremur stéttarfélögum.
Samtök atvinnulífsins hafa þannig komið að gerð kjarasamninga fyrir 110 þúsund launamenn á almennum markaði.
Enn er um það bil þrjátíu samningum ólokið á almennum vinnumarkaði, sem taka til tvö til þrjú þúsund starfsmanna í stóriðju, orkugeira og í opinberum hlutafélögum.