Fundur með félagsmönnum: Dómsmálaráðherra sat fyrir svörum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var gestur fjarfundar sem Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök ásamt Viðskiptaráði Íslands boðuðu til fyrr í dag. Þar gafst félagsmönnum færi á að spyrja ráðherrann beint í gegnum fjarfundarforritið um málefni sem á þeim brenna.

Ráðherrann var mest spurður út í fyrirhugaða opnun landamæra Íslands, en í gær tilkynnti ríkisstjórnin að þau hyggðust stefna að því að eigi síðar en 15. júní geti þeir sem koma til lands­ins farið í skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Reyn­ist sýna­taka nei­kvæð þarf viðkom­andi þá ekki að fara í 2 vikna sótt­kví. Þá er einnig gert ráð fyr­ir að ný­leg vott­orð um sýna­töku er­lend­is verði einnig tek­in til greina meti sótt­varna­lækn­ir þau áreiðan­leg.

Áslaug Arna lýsti því á fundinum að mikilvægt væri að koma þessu fyrirkomulagi á sem fyrst, því mikið væri í húfi fyrir efnahag landsins; hingað gætu ferðamenn farið að koma og að ferðafrelsi Íslendinga yrði aukið á ný. Hún lýsti því að árangursríkar aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og ríkisstjórnarinnar í viðbrögðum sínum við COVID-19 gætu orðið til þess að Ísland yrði enn eftirsóttari staður að heimsækja en ella.

Þá var ráðherrann spurður út í væntanlegt frumvarp um að einfalda tímabundið fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, en málaflokkurinn heyrir undir ráðuneyti Áslaugar Örnu. Hún sagði vinnunni miða vel og að stefnt væri að því að tilkynna lokaafurð vinnunnar fyrir helgi.