Yfirmaður menntamála hjá OECD á Menntadegi atvinnulífsins

Mánudagurinn 3. mars 2014 er Menntadagur atvinnulífsins. Þá fer fram áhugaverð ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica um menntun og fræðslu sem nýtist öllu atvinnulífinu. Sérstakur gestur menntadagsins er Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Mikill fengur er að komu hans til landsins en Schleicher er sérstakur ráðgjafi Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD,á sviði stefnumótunar í menntamálum.

Dr. Andreas Schleicher hefur góða yfirsýn yfir verkefni OECD um samspil hæfni, menntunar og samkeppnishæfni þjóða. Þar má t.d. nefna PISA-könnunina sem metur hæfni 15 ára grunnskólanemenda út um allan heim - hversu vel nemendur við lok grunnskóla hafa tileinkað sér þá þekkingu og hæfni sem þeir þurfa á að halda í nútíma samfélagi. Einnig PIAAC sem kannar hæfni starfsfólks á vinnumarkaði (OECD Survey of Adult Skills).

Samtök atvinnulífsins ásamt SAF, SVÞ, SI, SF, SFF, LÍÚ og Samorku og efna til Menntadags atvinnulífsins en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag.

Dagskrá Menntadags atvinnulífsins

Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og því vissara að tryggja sér sæti sem fyrst.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG