Yfirlýsing frá fjármálaráðuneyti Bretlands

Fjármálaráðuneyti Bretlands hefur sent frá sér yfirlýsingu sem er ætlað að liðka fyrir eðlilegu fjármagnsstreymi milli Íslands og Bretlands og útskýra í hverju takmarkanir Breta gagnvart Landsbankanum felast (Freezing Order). Íslensk fyrirtæki í erlendum viðskiptum eru hvött til að senda viðskiptavinum sínum yfirlýsinguna til að skýra stöðuna. Yfirlýsinguna má nálgast hér á vef SA en von er á frekari skýringum af hálfu Breta.

Sérstök athygli er vakin á lið 7 í yfirlýsingunni en þar segir:

As the Order does not relate to funds other than frozen funds (i.e. Landsbanki funds), it does not restrict normal commercial transactions between the UK and Iceland, other than those involving such frozen funds. Furthermore, as it applies primarily in the UK (see below for further details) the Order itself does not prevent all flows of funds to or from Landsbanki.

Vilji fyrirtæki nánari skýringar á yfirlýsingu breska fjármálaráðuneytisins má leita til eftirfarandi aðila:

Asset Freezing Unit

1 Horse Guards Road

London SW1A 2HQ

Telephone: 020 7270 5454/5664

Fax: 020 7451 7677

Email: assetfreezingunit@hm-treasury.gov.uk

Fjölmiðlum er bent á upplýsingaskrifstofu ráðuneytisins, í síma 020 7270 4558

Sjá nánar: Yfirlýsing breska fjármálaráðuneytisins 17. október 2008