Efnahagsmál - 

20. Maí 2003

Yfir 70 smærri skattar og gjöld

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Yfir 70 smærri skattar og gjöld

Fyrir tveimur árum síðan gáfu Samtök atvinnulífsins út skýrsluna Samkeppnishæft skattaumhverfi, þar sem lagðar voru fram ítarlegar og rökstuddar tillögur um að efla samkeppnishæfni íslensks skattaumhverfis. Fyrir þá skýrslu vann KPMG yfirlit yfir þann mikla fjölda gjalda og skatta sem fyrirtæki þurfa að greiða. Alls voru talin upp rúmlega 70 gjöld og skattar. Vissulega þurfa sjálfsagt engin fyrirtæki að greiða öll þau gjöld, en samantektin er heldur eflaust ekki tæmandi. KPMG hefur uppfært þetta yfirlit og er það að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

Fyrir tveimur árum síðan gáfu Samtök atvinnulífsins út skýrsluna Samkeppnishæft skattaumhverfi, þar sem lagðar voru fram ítarlegar og rökstuddar tillögur um að efla samkeppnishæfni íslensks skattaumhverfis. Fyrir þá skýrslu vann KPMG yfirlit yfir þann mikla fjölda gjalda og skatta sem fyrirtæki þurfa að greiða. Alls voru talin upp rúmlega 70 gjöld og skattar. Vissulega þurfa sjálfsagt engin fyrirtæki að greiða öll þau gjöld, en samantektin er heldur eflaust ekki tæmandi. KPMG hefur uppfært þetta yfirlit og er það að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

Ekki er að sjá að miklar breytingar hafi orðið á tveimur árum. Í skýrslunni var hvatt til þess að hugað yrði að öllum þeim fjölda smærri gjalda og skatta sem hið opinbera innheimtir og eru þau tilmæli ítrekuð í kafla um reglubyrði atvinnulífsins í nýrri skýrslu Samtaka atvinnulífsins, Bætum lífskjörin!, sem út kom í tengslum við aðalfund samtakanna á dögunum.

Sjá umfjöllun KPMG um yfirlitið

Sjá uppfært yfirlit yfir smærri skatta og gjöld (pdf-skjal)

Samtök atvinnulífsins