Vörugjöldum mótmælt

Könnun SVÞ á áhrifum vörugjalds og virðisaukaskatts á verðlag leiðir í ljós að verð á matvælum og rafmagns-tækjum er mun hærra hér á landi en í Svíþjóð vegna þessara gjalda. Smásöluverð á appelsínusafa er til dæmis 44% hærra hér á landi en í Svíþjóð og sjónvörp eru 24% dýrari hér vegna álagðra vörugjalda og virðisaukaskatts. Sjá nánar á vef SVÞ.