Vladivostok, Kamtsjatka, San Francisco, Úkraína, Leeds…

Útflutningsráð vinnur nú að undirbúningi ferða viðskiptasendinefnda í haust og vetur. Næst verður haldið til Vladivostok síðla í ágúst, en síðan til Kamtsjatka í september og til San Francisco og Úkraínu í október. Þá mun ráðið að öllum líkindum taka þátt í að skipuleggja ferðir viðskiptasendinefnda til Leeds, Manchester og Edinborgar í haust og vetur. Sjá nánar í nýjasta tölublaði (júní 2006) Útherja á vef Útflutningsráðs.