Vladivostok, Jóhannesarborg, Leeds, San Francisco...

Útflutningsráð skipuleggur í vetur ferðir viðskiptasendinefnda m.a. til Vladivostok, Jóhannesarborgar, Leeds, San Francisco, Madrídar, Kiev og Lviv í Úkraínu. Á vef ráðsins er hægt að senda inn tillögur um áfangastaði fyrir árið 2007. Þá eru áhugasamir um einstakar ferðir hvattir til að skrá sig og fá þannig sendar nýjar upplýsingar um þær ferðir, en slík skráning er ekki bindandi yfirlýsing um þátttöku. Sjá nánar í ágústfréttum Útflutningsráðs.