Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,3%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúarbyrjun 2002 var 220,9 stig og lækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði. Þetta eykur líkurnar á að verðlagsmarkmiðið náist, en í samkomulagi SA og ASÍ er miðað við að vísitalan verði þá ekki hærri en 222,5 stig. Af sérstökum aðgerðum stjórnvalda munar mestu um lækkun heilsugæslukostnaðar. Mest áhrif til lækkunar höfðu áframhaldandi vetrarútsölur og lækkun á ávöxtum (berjum). Þá lækkuðu bílar, fasteignaverð og rekstrarkostnaður húsnæðis.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,9%, en undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,1%, sem jafngildir 4,5% verðbólgu á ári.

Sjá nánar á heimasíðu Hagstofu Íslands.