Virkjum kraft kvenna í iðnaði

Samtök iðnaðarins standa fyrir opnum fundi á Hótel Borg þriðjudaginn 12. febrúar um stöðu kvenna í iðnaði. Fundurinn ber yfirskriftina Virkjum kraft kvenna í iðnaði og hefst klukkan 8.00 með morgunverði í boði SI. Dagskráin hefst síðan klukkan 8.30 og lýkur klukkan 10.30. Fundurinn er öllum opinn en sérstök áhersla lögð á að ná til kvenna í stjórnenda- og millistjórnendastöðum. Skráning og nánari upplýsingar á vef SI