Virk endurhæfing á vefnum

Endurhæfingarsjóður hefur opnað nýjan vef - virk.is - en sjóðurinn var  stofnaður af Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands í sumar. Hlutverk Endurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum.

Á undanförnum vikum hefur verið unnið að því að byggja upp faglega starfsemi hjá Endurhæfingarsjóði og nú hefur verið opnaður vefur með upplýsingum um starfsemina. Þar er að finna upplýsingar um markmið og hlutverk sjóðsins, þá þjónustu sem verður í boði fyrir einstaklinga og atvinnurekendur og yfirlit yfir fjölbreytt endurhæfingarúrræði um allt land.

Sérfræðingar Endurhæfingarsjóðs heimsækja gjarnan fyrirtæki, kynna starfsemi sjóðsins og miðla fræðslu um mikilvægi virkni á vinnumarkaði.  Slíkar kynningar er hægt að fá fyrir bæði stjórnendur og starfsmenn.

Sjá nánar:

www.virk.is/ og einnig www.endurhaefingarsjodur.is/