Vinnuréttardagur Háskólans á Bifröst

Föstudaginn 4. maí næstkomandi verður fjallað um vinnurétt á málþingi í Háskólanum á Bifröst. Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála stendur að vinnuréttardeginum í samstarfi við Vinnuréttarfélag Íslands og lagadeild Háskólans á Bifröst. Fjölmargir fyrirlesarar taka til máls og mun Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur SA, fjalla um álitaefni varðandi frumvarp endurskoðunarnefndar jafnréttislaga. Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar. Þáttökugjald er 4000 krónur og nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nánari upplýsingar á vef Háskólans á Bifröst