Vinnumálastofnun spáir um 3% atvinnuleysi 2004

Meðalatvinnuleysi á árinu 2003 var 3,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Vinnumálastofnun telur líkur á að atvinnuleysi verði nokkru minna á árinu sem er að hefjast en á því síðasta, og verði að meðaltali um eða lítið eitt hærra en 3%. Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.