Vinnumálastofnun spáir 3,5-3,9% atvinnuleysi

Í desembermánuði síðastliðnum voru skráðir 98.578 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 4.483 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, eða 3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 10% meiri í desember en í nóvember en er um 2/3 meiri en í desember árið 2001.  Síðustu 10 ár hefur fjöldi atvinnulausra aukist að meðaltali um 23,4% frá nóvember til desember. Þess má geta að í dag eru 5.644 á atvinnuleysisskrá, þar af 2.990 karlar og 2.654 konur, sbr. heimasíðu Vinnumálastofnunar.


 
Spáir 3,5-3,9% atvinnuleysi í janúar
Atvinnuástandið versnar iðulega í janúar miðað við desember. Undanfarin 10 ár hefur fjöldi atvinnulausra aukist að meðaltali um 13% frá desember til janúar. Atvinnuleysið var 2,4% í janúar í fyrra.  Fjöldi atvinnulausra jókst að meðaltali um 22,1% milli desember 2001 og janúar 2002. Atvinnulausum í lok desember hefur fjölgað um 489 miðað við lok nóvember. Lausum störfum í lok desembermánaðar hefur fækkað um 27 miðað við nóvemberlok. Líklegt er að atvinnuleysið í janúar aukist talsvert vegna almenns samdráttar og minna framboðs á vinnuafli og verði á bilinu 3,5% til 3,9%, segir í skýrslunni.

Sjá nánar á heimasíðu Vinnumálastofnunar.