Vinnum saman að lausn sjávarútvegsmála

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur skorað á stjórnvöld að draga sjávarútvegsfrumvörpin til baka og hvetur þau til að leggja grunn að samráðsvettvangi svo skapa megi sátt um deilur um stjórn fiskveiða. Samtök atvinnulífsins taka undir áskorun LÍÚ og telja brýnt að ná sátt um starfsumhverfi sjávarútvegsins.

Áskorunin birtist í auglýsingum í dagblöðunum en þar segir að í stað sátta hafi frumvörpin orðið tilefni harðari deilna um stjórn fiskveiða en nokkru sinni fyrr. Umsagnir og ályktanir um frumvörpin sýni það svo ekki sé um villst. Hvatt er til þess að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, sveitarfélög og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi komi að þessari vinnu.

Hægt er að sjá auglýsinguna hér