Vinnu­tími viðfangs­efni kjara­samn­inga

„Afstaða Samtaka atvinnulífsins er sú að vinnu­tími er viðfangs­efni kjara­samn­inga. Ef lög­gjaf­inn fer að breyta ein­stök­um köfl­um kjara­samn­inga, t.d. þeim sem fjalla um vinnu­tíma, tek­ur hann yfir hlut­verk og verk­efni samn­ingsaðila á vinnu­markaði að semja um kaup og kjör og meta hvert svig­rúm at­vinnu­lífs­ins er til hækk­un­ar launa­kostnaðar.“ Þetta seg­ir Hann­es G. Sig­urðsson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SA, um frum­varp um breyt­ingu á lög­um um 40 stunda vinnu­viku sem fjór­ir þing­menn hafa lagt fram.

Í frum­varp­inu er lagt til að vinnu­vik­an verði stytt í 35 stund­ir og vinnu­dag­ur­inn úr 8 stund­um í 7 stund­ir. Hannes segir að samþykkt frumvarpsins myndi hafa alvarlegar afleiðingar. Þá bendir hann á að í greinargerð með frumvarpinu sé að finna villandi upplýsingar um lengd vinnutíma á Íslandi. Um­sam­inn ár­s­vinnu­tími á Íslandi er einn sá stysti sem þekk­ist meðal þeirra landa sem við ber­um okk­ur sam­an við. Um­sam­inn ár­s­vinnu­tími er ein­ung­is styttri í Frakklandi. Yrði frumvarpið að lögum myndi Alþingi hækka launakostnað í landinu um 14% sem mun óhjá­kvæmi­lega hafa mik­il áhrif á verðbólgu, vexti og gengi krón­unn­ar.

Mbl.is hefur fjallað ítarlega um mögulega styttingu vinnuvikunnar undanfarið en í umfjöllun dagsins segir:

„Í greina­gerð frum­varps­ins kem­ur m.a. fram að mark­mið laga­breyt­ing­ar­inn­ar sé að auka mark­visst fram­leiðni og lífs­gæði launþega á Íslandi. Þar kem­ur einnig fram að lög um 40 stunda vinnu­viku hafi verið sett árið 1971.

Dag­vinnu­stund­um fækkaði en yf­ir­vinnu­stund­um fjölgaði
Hann­es seg­ir að eðli­leg­ast væri að af­nema þau lög. „Þá var viku­leg­ur dag­vinnu­tími stytt­ur úr 44 tím­um í 40 án þess að viku­laun skert­ust sem fól í sér ákvörðun Alþing­is um að hækka launa­kostnað í land­inu um 10%. Þetta markaði upp­haf óðaverðbólg­unn­ar á átt­unda ára­tugn­um, en um það leyti fór verðbólg­an úr eins stafs tölu í 50% á skömm­um tíma. En í aðal­atriðum hafði þessi breyt­ing ekki mik­il áhrif á heild­ar­vinnu­tíma því dag­vinnu­stund­um fækkaði en yf­ir­vinnu­stund­um fjölgaði að sama skapi.“

Hann­es gagn­rýn­ir sýn frum­varps­manna á at­vinnu­lífið því það fái ekki staðist að lög­gjaf­inn geti með slíkri laga­setn­ingu breytt fram­boði og eft­ir­spurn vinnu­afls í hag­kerf­inu. „Efn­is­lega fel­ur frum­varpið aðallega í sér til­lögu um miðstýrða aðgerð lög­gjaf­ans til hækk­un­ar á launa­kostnaði í land­inu,“ seg­ir Hann­es.

Ýkja lengd vinnu­tím­ans
Hann bend­ir á að ýmis kon­ar mis­skiln­ings gæti hjá frum­varps­mönn­um í greina­gerðinni. „Þar er því haldið fram að um­sam­inn vinnu­tími sé óeðli­lega lang­ur hér á landi. Ef litið er á ár­s­vinnu­tíma, sem er eðli­legt að gera þegar vinnu­tími er bor­inn sam­an milli landa, kem­ur í ljós að á Íslandi eru til­tölu­lega marg­ir sér­stak­ir frí­dag­ar og or­lof langt. Or­lofs­rétt­ur í kjara­samn­ing­um er allt að 30 dag­ar sem gæti þýtt að meðal­or­lof sé í kring­um 28 dag­ar og sér­stak­ir frí­dag­ar eru 11 og hálf­ur dag­ur að meðaltali.“

Hann­es seg­ir það jafn­framt mis­skiln­ing af hálfu frum­varps­manna að vinnu­vik­an sé 40 stund­ir hér á landi. Bend­ir hann á að í kjara­samn­ing­um er yf­ir­leitt rúm­ur hálf­tími á dag sem er eig­in tími starfs­manna, svo­kallaðir kaffi­tím­ar. „Í raun er viku­leg vinnu­skylda 37 stund­ir og í ýms­um kjara­samn­ing­um jafn­vel minni,“ seg­ir Hann­es og bæt­ir við að í alþjóðleg­um sam­an­b­urði þurfi að draga frá um­sam­inn eig­in tíma starfs­manna. Sam­bæri­leg­ur alþjóðleg­ur sam­an­b­urður á vinnu­tíma verður að byggj­ast á vinnu­tíma í raun (e. actual hours of work) þar sem neyslu­hlé (e. mail meal breaks) eru ekki meðtal­in. „Með því að draga ekki frá eig­in tíma starfs­manna er verið að ýkja hversu lang­ur vinnu­tím­inn er.“

Hann seg­ir að þegar vinnu­tíma­mál­in séu skoðuð komi í ljós að um­sam­inn ár­s­vinnu­tími á Íslandi sé með því stysta sem þekk­ist meðal þeirra landa sem við ber­um okk­ur sam­an við. Um­sam­inn ár­s­vinnu­tími er ein­ung­is styttri í Frakklandi sem er eina landið í heim­in­um sem hef­ur lög­fest 35 klukku­stunda vinnu­viku.

Yf­ir­vinna stór hluti vinnu­tíma
Hann­es bend­ir jafn­framt á að stór hluti vinnu­tíma á Íslandi sé greidd­ur í formi yf­ir­vinnu. „Það kann að hluta til að stafa af því að það sem er greitt sem yf­ir­vinna hér á landi sé greitt sem dag­vinna í öðrum lönd­um. Það eigi ræt­ur sín­ar í skil­grein­ing­um kjara­samn­inga á dag­vinnu- og yf­ir­vinnu­tíma­bil­um,“ seg­ir hann og bæt­ir við að í kjaraviðræðum síðastliðið vor hafi verið rætt um að auka vægi dag­vinnu­launa á kostnað yf­ir­vinnu­greiðslna. „Í því felst að regl­ur um vinnu­tíma verði gerðar sveigj­an­legri.“

Að sögn Hann­es­ar er 1-3% launa­greiðslna í Dan­mörku og Nor­egi yf­ir­vinnu­greiðslur en hér á landi eru þær 15% launa­greiðslna.

„Þegar kjara­samn­ing­ar eru born­ir sam­an milli landa eru dag­vinnu- og yf­ir­vinnu­tíma­bil skil­greind á mjög mis­mun­andi hátt. Hægt er að breyta þess­um ákvæðum hér á landi þannig að meira verði greitt í dag­vinnu og minna í yf­ir­vinnu. Þannig væri yf­ir­vinnu­álagið að hluta fært inn í dag­vinnu­grunn­inn, það var hug­mynd­in sem var rædd,“ seg­ir Hann­es og bæt­ir við að gerð hafi verið bók­un um að þess yrði freistað að þróa kjara­samn­inga í þessa átt.

Launa­kostnaður myndi hækka um 14%
Hann­es seg­ir að það myndi hafa gíf­ur­leg­ar af­leiðing­ar ef lög­gjaf­inn stytti viku­leg­an vinnu­tíma með neyslu­hlé­um úr 40 stund­um í 35 stund­ir án skerðing­ar viku­launa því því það myndi valda 14% hækk­un á launa­kostnaði.

„Ég tel að  lög­gjaf­inn hafi mik­il­væg­ari mál­um að sinna en að vaða inn í kjara­samn­inga og hækka launa­kostnað til­efn­is­laust. Kjara­samn­ing­ar snú­ast um að skil­greina og  deila út svig­rúmi til hækk­un­ar á launa­kostnaði at­vinnu­lífs­ins. Ef lög­gjaf­inn lög­fest­ir 14% hækk­un á launa­kostnaði hef­ur það óhjá­kvæmi­lega mik­il áhrif á verðbólgu, vexti og gengi krón­unn­ar,“ seg­ir Hann­es. „Lög­fest­ing þessa frum­varps væri mjög stór efna­hagsaðgerð sem hefði al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir allt at­vinnu­lífið og stöðug­leika í sam­fé­lag­inu og verðtryggð lán og vaxta­kostnaður heim­il­anna myndu rjúka upp.“

Hann seg­ir að í frum­varp­inu fel­ist at­laga að sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins. „Frum­varpið er órök­stutt og sem dæmi um um­fjöll­un í grein­ar­gerð er notað orðalag á borð við „margt bend­ir til“ og „víðs veg­ar er verið að skoða“. Þessi ómál­efna­lega at­laga að sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins er ekki boðleg.“