Vinnandi vegur - kynningafundur fyrir fyrirtæki 1. mars

Í síðustu viku hófst verkefnið Vinnandi vegur sem er nýtt átak til atvinnusköpunar og miðar að því að fjölga störfum og minnka atvinnuleysi. Sérstök áhersla er á að skapa langtímaatvinnulausum vinnu og stendur fyrirtækjum til boða markverður fjárhagslegur stuðningur í því samhengi.

Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, SVÞ - Samtök verslunar- og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök fiskvinnslustöðva boða til fundar fimmtudaginn 1. mars kl. 08:30-10:00 þar sem kynna á verkefnið sérstaklega og hvernig það horfir við fyrirtækjum sem vilja nýta sér þessi úrræði. Fundurinn er sérstaklega ætlaður þeim sem sinna starfsmannamálum.

Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 6. hæð.

Dagskrá:

  • Aðdragandi verkefnisins og aðkoma atvinnulífsins

    Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI

  • Vinnandi vegur - hvernig eiga fyrirtæki að bera sig að?

    Guðríður Hálfdánardóttir, Hafliði Nielsen Skúlason & Sigríður Agnes Jónasdóttir frá Vinnumálastofnun

  •  Umræður um verkefnið og stöðu á vinnumarkaði

Fundarstjóri: Hörður Vilberg, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til lisbet@svth.is

Nánari upplýsingar um átakið má nálgast hér


Tengd umfjöllun á vef SA