Vinnandi vegur: 1000 manns til starfa (1)

Alls bárust tilboð um 1.300 ný störf í átakinu Vinnandi vegur. Átakið stóð frá miðjum febrúar til loka maí og er skráningu starfa lokið. Með því að bjóða atvinnulausu fólki ný störf gátu atvinnurekendur fengið ákveðið framlag í allt að eitt ár frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Atvinnurekendur tóku mjög vel við sér og buðu um 2/3 starfanna. Alls hafa 1.050  atvinnulausir verið ráðnir í störf á grundvelli átaksverkefnisins en að því standa  aðilar vinnumarkaðarins, sveitarfélög og stjórnvöld. 

Tveir af hverjum þremur sem þáðu vinnu voru búnir að vera atvinnulausir lengur en í eitt ár en þriðjungur skemur. Nokkuð bar á að atvinnulausir sinntu ekki tilboðum um vinnu. Ríflega 1.000 manns fengu send bréf og voru beðin um skýringu á því en þeir eiga á hættu að missa rétt á bótum.

Fjórir af hverjum fimm voru ráðnir með milligöngu Vinnumálastofnunar en einn af hverjum fimm af einkareknum ráðningarskrifstofum.

Sjá nánar:

Vinnandi vegur - upplýsingavefur