Viltu fá lánaðan fræðslustjóra?

Fræðslusjóðirnir Starfsafl og Landsmennt bjóða nú fyrirtækjum fræðslustjóra að láni án nokkurs kostnaðar í tiltekinn tíma. Mannauðsráðgjafi fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert og greinir þarfir fyrirtækisins. Það er mikið til af góðum náms‐ og þjálfunarúrræðum á vinnumarkaðnum en mörg þeirra eru lítið notuð meðal smærri fyrirtækja. Mörg fyrirtæki, einkum þau stærri, eru með fjölbreyttar þjálfunaráætlanir fyrir sitt starfsfólk en skortir oft yfirsýn yfir fræðslumálin svo þau gagnist sem best bæði fyrirtækinu og starfsmönnum.

Fræðslustjóri að láni er árangursmiðað verkefni sem miðar að því að samhæfa og nýta lausnir sem þegar eru til, ýmist innan fyrirtækjanna og/eða hjá símenntunarstöðvum eða öðrum fræðsluaðilum.

Greining á þjálfun nýtist jafnframt í gæðastarfi fyrirtækja. Markmiðið er að fræðsluáætlun fyrirtækja sem taka þátt verði heildstæð og að sjálfsögðu koma fræðslusjóðir að fjármögnun námskeiða sem haldin verða samkvæmt áætluninni.

Sjá nánar:

www.landsmennt.is

www.starfsafl.is

Fræðslustjóri að láni (PDF)

Umsagnir fyrirtækja (PDF)