Vilt þú senda starfsfólk erlendis til þjálfunar eða fræðslu?

Næsti umsóknarfrestur um styrki til mannaskiptaverkefna úr Leonardó starfsmenntaáætlun ESB er 10. febrúar nk. Kynningarfundur og námskeið í gerð Leonardó mannaskiptaumsókna verður fimmtudaginn 12. janúar nk. kl. 13-15, í Tæknigarði (HÍ), Dunhaga 5. Þátttakendur á landsbyggðinni geta tekið þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað hjá símenntunarmiðstöðvum og háskólum á sínu landsvæði. Sjá nánar um starfsmenntaáætlunina á vef Landsskrifstofu Leonardó á Íslandi.