Vilmundur Jósefsson gefur áfram kost á sér sem formaður SA

Formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður SA. Kosning formanns fer fram með rafrænum hætti meðal aðildarfyrirtækja SA í aðdraganda aðalfundar samtakanna sem fer fram 21. apríl 2010 á Hótel Nordica - á síðasta degi vetrar.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA.

Yfirskrift fundarins og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur en venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 14 (í sal H) en opin dagskrá hefst kl. 15 (í sal A&B) og stendur til kl. 16:30 þegar atvinnulífið kveður veturinn 2009-2010 og fagnar sumri.

Vilmundur Jósefsson er hagfræðingur frá H.Í. og framkvæmdastjóri Gæðafæði en hann var varaformaður SA um þriggja ára skeið áður en hann tók við formennsku í SA á síðasta ári. Vilmundur hefur setið í stjórn SA um árabil en hann var áður formaður Samtaka iðnaðarins árin 2000-2006 og var stjórnarmaður í SI 1994-2000.