Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnulífsins 2012-2013

Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2012-2013. Rafrænni kosningu meðal aðildarfyrirtækja SA lauk á hádegi í dag og var tilkynnt um kjör Vilmundar á aðalfundi SA sem nú stendur yfir. Vilmundur hlaut 92,6% greiddra atkvæða og var þátttaka góð.

Vilmundur Jósefsson

Vilmundur Jósefsson hefur verið formaður SA frá árinu 2009 en áður var hann varaformaður samtakanna um þriggja ára skeið. Vilmundur hefur setið í stjórn SA um árabil en hann var formaður Samtaka iðnaðarins árin 2000-2006 og var stjórnarmaður í SI 1994-2000. Vilmundur er viðskiptafræðingur frá H.Í.