Vilmundur hættir sem formaður SA

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi SA 6. mars nk.  Hann hefur verið formaður SA frá 2009.  Vilmundur hefur setið allt frá árinu 1992 í stjórnum hagsmunasamtaka atvinnulífsins.  Hann var formaður Samtaka iðnaðarins 2000 - 2006.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA á fundi um skattamál atvinnulífsins í Hörpu, 9. nóvember 2012.  Mynd: BIG.