Vika símenntunar (1)

Vika símenntunar verður haldin dagana 24. - 30. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir vikunni en Mennt sér um skipulagningu og framkvæmd verkefnisins í samstarfi við símenntunarmiðstöðvarnar níu á landsbyggðinni og Mími á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar um dagskrá vikunnar eru á slóðinni: www.mennt.is/simenntun