Viðtalstímar viðskiptafulltrúa sendiráðsins í Kaupmannahöfn

Ragna Sara Jónsdóttir viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn verður með viðtalstíma á Íslandi dagana 25. og 29. maí næstkomandi. Viðtölin eru einkum ætluð fyrirtækjum sem óska eftir aðstoð sendiráðsins í starfi sínu í umdæmislöndum þess sem eru auk Danmerkur; Ísrael, Rúmenía, Slóvenía og Tyrkland. Viðtölin fara fram hjá Útflutningsráði í Borgartúni 35 og eru forsvarsmenn fyrirtækja hvattir til að bóka fundi sem fyrst í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is.