Viðskipti í Úganda, Brasilíu, Úkraínu...?

Útflutningsráð er að undirbúa verkefnaáætlun hvað varðar viðskiptasendinefndir næsta árs. Á vef ráðsins geta fyrirtæki tekið þátt í einfaldri skoðanakönnun í þeim tilgangi að kanna hvar áhugi íslenskra fyrirtækja liggur í þessum efnum. Meðal annars eru til skoðunar ferðir viðskiptasendinefnda til Úganda, Brasilíu og Úkraínu. Sjá nánar á vef ráðsins.