Viðskipti í Eystrasaltsríkjunum?

Í nóvember verða haldnir fundir í stjórnarnefndum fríverslunarsamninga Íslands og annarra EFTA-ríkja við Eistland, Lettland og Litháen. Þetta er kjörið tækifæri til að koma á framfæri hugsanlegum umkvörtunarefnum vegna viðskipta við aðila í þessum ríkjum. Útflutningsráð mun standa fyrir fundi þriðjudaginn 30. október kl. 11, þar sem fulltrúar fyrirtækja í viðskiptum við Eystrasaltsríkin geta farið yfir hugsanleg umkvörtunarefni með fulltrúum utanríkisráðuneytisins. Að öðrum kosti er t.d. hægt að hafa sambandi við Gústaf Adolf Skúlason hjá Samtökum atvinnulífsins.