Viðskiptatækifæri í Íran, Katar, Úganda...?

Á vegum Útflutningsráðs Íslands er nú unnið að undirbúningi ferða viðskiptanefnda til Íran 5.-8. desember (í tengslum við opinbera heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og til Katar 9.-11. desember. Á vef ráðsins eru jafnframt talin upp nokkur svæði sem hugsanlega verða skipulagðar ferðir viðskiptasendinefnda til árið 2004. Þar er einnig hægt að taka þátt í könnun ráðsins á áhugaverðum markaðssvæðum með slíkar ferðir í huga, þar sem meginmarkmiðið er að koma á nýjum viðskiptasamböndum milli íslenskra fyrirtækja og erlendra á viðkomandi markaðssvæði.

Sjá upplýsingar um viðskiptasendinefndir á vef Útflutningsráðs.

Úganda
Þá heldur ráðið kynningarfund um viðskiptaumhverfið og viðskiptatækifæri í Úganda 27. nóvember nk.