Viðskiptasendinefndir Útflutningsráðs 2007 – könnun

Á vettvangi Útflutningsráðs er nú unnið að undirbúningi viðskiptasendinefnda árið 2007. Liður í þeim undirbúningi er könnun þar sem íslenskum fyrirtækjum gefst kostur á að hafa áhrif á val ráðsins á áfangastöðum. Hægt er að taka þátt í könnuninni á vef Útflutningsráðs fram til 10. nóvember. Þátttaka í könnuninni er yfirlýsing um áhuga en ekki skuldbindandi á nokkurn hátt. Sjá nánar á vef Útflutningsráðs.