Viðskiptasendinefndir til Bretlands og San Francisco

Útflutningsráð skipuleggur viðskiptaráðstefnu og viðskiptasendinefnd til Bretlands dagana 24. til 28. maí nk. og mun forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, setja ráðstefnuna og flytja ávarp. Þá hefur Útflutningsráð ákveðið að hefja undirbúning viðskiptasendinefndar til San Francisco um miðjan maí eða í byrjun júní 2006. Sjá nánar á vef Útflutningsráðs.