Viðskiptasendinefnd til Seattle og Alaska

Útflutningsráð hefur frestað för sendinefndar til Seattle og Alaska til september. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra mun fara fyrir nefndinni, en megináherslan verður lögð á sjávarútveg, þ.e. útgerð, fiskvinnslu og fiskeldi. Sjá nánar á vef Útflutningsráðs.