Viðskiptasendinefnd til Lettlands

Útflutningsráð stendur fyrir ferð viðskiptasendinefndar til Lettlands dagana 2.-4. júní nk. og fer Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra fyrir nefndinni. Skipulögð verða fyrirtækjastefnumót, íslensk fyrirtæki í Lettlandi heimsótt o.fl. Sjá nánar á heimasíðu Útflutningsráðs.