Viðskiptasendinefnd til Japans í september

Davíð Oddsson utanríkisráðherra fer fyrir viðskiptasendinefnd til Japans sem nú er í undirbúningi og er ráðgerð dagana 12.-19. september. M.a. verða skipulögð viðskiptaráðstefna, sýning og fyrirtækjastefnumót. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem allra fyrst. Sjá nánar á vef Útflutningsráðs.