Vettvangur atvinnulífs á Vesturlandi

Þriðjudaginn 6. maí var stofnað til vettvangs atvinnulífsins á Vesturlandi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Markmiðið er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrirtækja á Vesturlandi, stuðla að því að atvinnustarfsemi þar sé samkeppnishæf og að áframhaldandi vöxtur og fjölbreytileiki atvinnulífsins verði tryggður. Vettvangurinn er opinn félagsmönnum SA og grundvallast m.a. á nýjum áherslum Samtaka atvinnulífsins í atvinnu- og byggðamálum - Hagvöxt um land allt. Samtök atvinnulífsins, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands styðja við framtakið.