Efnahagsmál - 

17. október 2001

Versnandi efnahagshorfur í Evrópu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Versnandi efnahagshorfur í Evrópu

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, hafa gefið út hálfsárslegt mat sitt á efnahagshorfum í álfunni, byggt á upplýsingum aðildarfélaga sinna innan ESB. Helstu niðurstöður eru þær að efnahagshorfurnar hafa versnað verulega frá því fyrir hálfu ári síðan. Þá voru uppi vonir um að einungis myndi hægja lítillega á efnahagslífinu í skamman tíma, en nú ríkir almennt lítil bjartsýni meðal fyrirtækja innan ESB.

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, hafa gefið út hálfsárslegt mat sitt á efnahagshorfum í álfunni, byggt á upplýsingum aðildarfélaga sinna innan ESB. Helstu niðurstöður eru þær að efnahagshorfurnar hafa versnað verulega frá því fyrir hálfu ári síðan. Þá voru uppi vonir um að einungis myndi hægja lítillega á efnahagslífinu í skamman tíma, en nú ríkir almennt lítil bjartsýni meðal fyrirtækja innan ESB.


Í könnuninni kemur fram að mörg Evrópuríki séu um þessar mundir að lækka skatta á fyrirtæki. Hins vegar fari opinber útgjöld víða vaxandi og margar ríkisstjórnir séu með reglusetningu að draga úr sveigjanleika á vinnumarkaði, sem muni verða til þess að færri störf skapist. Könnun UNICE byggir á gögnum sem aflað var áður en árásirnar voru gerðar á Bandaríkin þann 11. september. Að sögn forseta UNICE munu þær án efa hafa neikvæð áhrif, þótt of snemmt sé að leggja á þau mat.

Sjá nánar á heimasíðu UNICE.


 

Samtök atvinnulífsins