Verslunarmenn fara fram á 4-5% hækkun launa á ári

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Landssamband íslenskra verslunarmanna hafa kynnt kröfur sínar sem snúa að launalið vegna næstu kjarasamninga, en kröfur sem snúa að öðru en launalið voru lagðar fram í desember sl. (sjá frétt á vef SA). Verslunarmenn munu fara fram á sérstaka hækkun lægstu launa í næstu kjarasamningum og 5% almenna launahækkun á ári næstu tvö árin og 4% árin 2006 og 2007. Sjá kynningu á launakröfum verslunarmanna á vef VR (pdf-skjal).