Vernd skipa, farms og farþega - fundur 10. febrúar

"Vernd skipa, farms og farþega" er yfirskrift morgun-fundar Samtaka atvinnulífsins þriðjudaginn 10. febrúar nk. Þar verður fjallað um væntanlega löggjöf um siglingavernd og áhrif hennar - eftirlit, kostnað, umsýslu o.fl., m.a. fyrir útflytjendur, skipafélög og hafnir.

Með væntanlegu frumvarpi til laga um siglingavernd er ætlunin að innleiða í íslenskan rétt alþjóðlegar reglur og skuldbindingar á sviði siglingaverndar, sem aftur er ætlað að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega, farms og hafnaraðstöðu fyrir hvers kyns ógn af hryðjuverkum og öðrum ólögmætum aðgerðum. Reykjavíkurhöfn hefur þegar metið sinn árlega kostnað vegna þessa upp á um 150-200 milljónir króna, að teknu tilliti til stofnkostnaðar.

Nánar um dagskrá fundarins o.fl.:

VERND SKIPA, FARMS OG FARÞEGA


MORGUNFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS

um væntanlega löggjöf og áhrif hennar,
eftirlit, kostnað, umsýslu o.fl.
 

þriðjudaginn 10. febrúar kl. 8:00 - 10:00
Húsi atvinnulífsins, 6. hæð
Borgartúni 35

Dagskrá


Fundarsetning
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fundarstjóri

Ný alþjóðasamþykkt og innleiðing hennar
Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri, samgönguráðuneyti

Farmvernd - Hlutverk tollgæslunnar
Sigurður Skúli Bergsson, forstöðumaður, tollstjóranum í Reykjavík

Hvernig geta hafnir brugðist við?
Hörður Blöndal, framkvæmdastjóri, Hafnarsamlag Norðurlands

Áhrif siglingaverndar á siglingar og sjóflutninga
Ólafur J. Briem, framkvæmdastjóri, Samband íslenskra kaupskipaútgerða

Umræður og fyrirspurnir


Fundurinn er öllum opinn en vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 591 0000, eða á netfangið sa@sa.is