Efnahagsmál - 

03. mars 2010

Verklagsreglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verklagsreglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa unnið sameiginlegar verklagsreglur um úrlausn á skuldavanda fyrirtækja í samræmi við ákvæði laga nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Þessar verklagsreglur hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu (FME), með bréfi 2. mars 2010. Gerður er fyrirvari um að Samkeppniseftirlitið veiti undanþágu fyrir slíkum samræmdum reglum fjármálafyrirtækja á grunni 15. gr. samkeppnislaga. SFF eiga í samskiptum við Samkeppniseftirlitið hvað þann þátt varðar og vonast til að slík undanþága liggi fyrir fljótlega.

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa unnið sameiginlegar verklagsreglur um úrlausn á skuldavanda fyrirtækja í samræmi við ákvæði laga nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Þessar verklagsreglur hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu (FME), með bréfi 2. mars 2010. Gerður er fyrirvari um að Samkeppniseftirlitið veiti undanþágu fyrir slíkum samræmdum reglum fjármálafyrirtækja á grunni 15. gr. samkeppnislaga. SFF eiga í samskiptum við Samkeppniseftirlitið hvað þann þátt varðar og vonast til að slík undanþága liggi fyrir fljótlega.

Verklagsreglurnar byggja á 3. gr. laga nr. 107/2009. Þær taka til viðskiptabanka, sparisjóða, eignaleiga og þeirra fjárfestingarbanka sem hafa stundað lánveitingar til fyrirtækja og mynda grunn að vinnubrögðum þeirra við endurskipulagningu atvinnulífsins. Lögin gera ráð fyrir að FME staðfesti að reglurnar séu í samræmi við lögin og fela jafnframt sérstakri eftirlitsnefnd að tryggja að þau fjármálafyrirtæki sem undir þær heyra framfylgi slíkum samræmdum reglum. Sú eftirlitsnefnd hefur þegar tekið til starfa.

Sjá nánar á vef SFF

Samtök atvinnulífsins