Vinnumarkaður - 

13. desember 2001

Vel sóttur stofnfundur Vinnuréttarfélags Íslands

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vel sóttur stofnfundur Vinnuréttarfélags Íslands

Stofnað hefur verið félag um vinnurétt á Íslandi. Starfsmannastjórar og aðrir sem fjalla um réttarstöðu starfsmanna gagnvart vinnuveitanda geta átt aðild að félaginu en það er öllum opið sem stuðla vilja að stefnumálum þess. Fyrirtæki og félagasamtök geta einnig átt þar aðild. Tilgangur félagsins er að vinna að kynningu og umfjöllun á sviði vinnuréttar og stuðla að útgáfu rita um það efni.

Stofnað hefur verið félag um vinnurétt á Íslandi. Starfsmannastjórar og aðrir sem fjalla um réttarstöðu starfsmanna gagnvart vinnuveitanda geta átt aðild að félaginu en það er öllum opið sem stuðla vilja að stefnumálum þess. Fyrirtæki og félagasamtök geta einnig átt þar aðild. Tilgangur félagsins er að vinna að kynningu og umfjöllun á sviði vinnuréttar og stuðla að útgáfu rita um það efni. 

Yfir fimmtíu manns sóttu stofnfund félagsins sem haldinn var í Iðnó 12. desember sl.  Formaður var kjörinn Sigurður Líndal, prófessor.  Aðrir í stjórn eru Hrafnhildur Stefánsdóttir, hrl., yfirlögfræðingur SA, og Atli Gíslason, hrl. Í varastjórn eru Gunnar Björnsson lögfræðingur, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu ríkisins, og Magnús Norðdahl, hrl., sviðstjóri vinnuréttar- og skipulagssviðs ASÍ.

Sjá nánar lög félagsins:

Samtök atvinnulífsins