Vel sóttur kynningarfundur um nýja kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins efndu í morgun til kynningarfundar vegna nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði á Grand Hótel Reykjavík. Hátt í tvö hundruð manns sóttu fundinn en framundan eru kynningarfundir SA um samningana á Egilsstöðum síðdegis í dag - 4. mars, í fyrramálið á Akureyri og á Ísafirði í hádeginu á morgun - miðvikudaginn 5. mars. Rafræn kosning stendur nú yfir um kjarasamningana meðal aðildarfyrirtækja SA. Kynningarefni frá fundinum er nú aðgengilegt hér á vef SA.

Kynningarfundur í Reykjavík var vel sóttur

Sjá nánar:

Kynning SA á nýjum kjarasamningum (PPT)

Samantekt um samningana á vef SA

Upplýsingar og skráning á kynningarfundi

á Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði