Efnahagsmál - 

02. júní 2006

Vel sóttur fundur um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vel sóttur fundur um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu

Um eitt hundrað manns sóttu morgunverðarfund SA um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum var lagt fram nýtt rit SA Heilbrigður einkarekstur þar sem er m.a. að finna tillögur SA um hvar megi nýta frekar kosti einkarekstrar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Sigurður Ásgeir Kristinsson, bæklunarlæknir og framkvæmdastjóri Orkuhússins, og Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns og framkvæmdastjóri Öldungs, fluttu framsöguerindi en kraftmiklar umræður spunnust að þeim loknum undir stjórn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Um eitt hundrað manns sóttu morgunverðarfund SA um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum var lagt fram nýtt rit SA Heilbrigður einkarekstur þar sem er m.a. að finna tillögur SA um hvar megi nýta frekar kosti einkarekstrar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Sigurður Ásgeir Kristinsson, bæklunarlæknir og framkvæmdastjóri Orkuhússins, og Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns og framkvæmdastjóri Öldungs, fluttu framsöguerindi en kraftmiklar umræður spunnust að þeim loknum undir stjórn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Heilbrigður einkarekstur

Áhugasamir geta nálgast rafrænt eintak af Heilbrigðum einkarekstri hér á vef SA en auk greiningar SA á stöðu og framtíðarhorfum í íslenskri heilbrigðisþjónustu er að finna í ritinu viðtöl við sérfróða aðila um íslensk heilbrigðismál og óhætt að segja að viðtölin varpi skýru ljósi á þær áskoranir og tækifæri sem íslensk heilbrigðisþjónusta stendur frammi fyrir. Í Heilbrigðum einkarekstri er rætt við Sigurð Guðmundsson, landlækni, Sigurð Ásgeir Kristinsson, bæklunarlækni og framkvæmdastjóra Orkuhússins, Önnu Birnu Jensdóttur, hjúkrunarforstjóra Sóltúns og framkvæmdastjóra Öldungs hf., Stefán Þórarinsson, stjórnarformann Nýsis og Grím Sæmundsen, lækni og forstjóra Bláa Lónsins hf.

Heilbrigður einkarekstur (PDF-skjal).

Samtök atvinnulífsins