Vel heppnaður fundur með starfsmönnum Straums

Samtök atvinnulífsins kynntu í hádeginu starfsmönnum Straums fjárfestingabanka atvinnustefnu samtakanna sem kom nýverið út. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, fór yfir helstu þætti hennar og undirstrikaði m.a. mikilvægi þess að dugur og þor yrði ekki barinn úr íslensku þjóðinni - framundan væri tímabil endurreisnar atvinnulífsins þar sem þurfi að hefja framtak og áræðni til vegs og virðingar á ný. Fulltrúar SA kynna þessa dagana atvinnustefnuna fyrir starfsmönnum aðildarfyrirtækja SA og geta áhugasamir haft samband við skrifstofu SA hafi þeir áhuga á slíkri kynningu.

Atvinnustefna SA kynnt hjá Straumi

Starfsmenn Straums kynntu sér Hagsýna, áræðna og framsýna atvinnustefnu SA í hádeginu í dag. Fjörlegar umræður fóru fram um stöðu atvinnulífs á Íslandi og hvert beri að stefna.

Vilt þú fá fulltrúa SA í heimsókn til að kynna atvinnustefnu SA?

Sendu þá póst á Hörð Vilberg á hordur@sa.is

Sjá nánar um atvinnustefnu SA

Rafrænt eintak má nálgast hér (PDF)