Varað við launum eftir kynferði

Sú alhæfing sem fellst í fullyrðingum um að eitthvað þurfi að gera í launamálum kvenna sætir harðri gagnrýni í leiðara sænska tímaritsins Lag & Avtal, sem fjallar um vinnumarkaðsmál og aðilar vinnumarkaðarins koma m.a. að. Sama gildi ekki um allar konur. Ekkert sé athugavert við að laun kvenna taki mið af starfsaldri, hæfni og starfi. Konur séu ekki fórnarlömb, val á starfsvettvangi og störfum hafi líka áhrif á launamyndunina. Það eigi við um menntun, að kunna að setja fram launakröfur og hafa kjark til að skipta öðru hvoru um starf. Það eigi líka við um kvennastéttirnar, að hækka laun þeirra almennt sé þar að auki óframkvæmanlegt í efnahagslegu tilliti. Ósanngjarnan launamun eigi að sjálfsögðu að afnema. En að miða eingöngu við kynferði komi engum til góða.

Sjá nánar á heimasíðu Lag & Avtal.