Vantar samstillingu í efnahagsstjórnina

Í ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins er m.a. auglýst eftir samstilltu átaki stjórnvalda, Seðlabanka og atvinnulífs til þess að þjóðin komist klakklaust í gegnum þá umbrotatíma sem framundan eru. Ella sé hætt við að framleiðslunni verði rutt úr landi líkt og gerist í Noregi, þar sem iðnaðurinn glímir við háa vexti og hátt gengi norsku krónunnar. Á sama tíma og opinberir aðilar boða stóraukin framlög til framkvæmda og flýta öðrum sem mest má verða, heldur Seðlabankinn uppi stífu aðhaldi með háum vöxtum. Það vantar greinilega samstillingu í efnahagsstjórnina, segir í ályktun Iðnþings SI.

Sjá ályktun Iðnþings á heimasíðu Samtaka iðnaðarins.