Vandað verði til verka við endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar

Yfir 2000 manns mættu á boðaðan fund á Austurvelli í gær til að mótmæla breytingunum á lögum um stjórn fiskveiða og veiðigjöld sem ríkisstjórnin hyggst gera þrátt fyrir varnaðarorð fjölmargra umsagnaraðila. Fundurinn samþykkti, með miklum meirihluta, ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að vanda til verka við endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar og að um það sé haft víðtækt samráð.

Fjallað er um fundinn á vef LÍÚ en til máls tóku Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ,  Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, Þorvaldur Garðarsson á Sæunni Sæmundsdóttur ÁR í Þorlákshöfn, Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Vélfags á Ólafsfirði og Arnar Hjaltalín, formaður Drífandi stéttarfélags í Vestmannaeyjum. Fundarstjóri var Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.

Sjá nánar á vef LÍÚ:

"Það er talað niður til okkar"

Fjölmenni á samstöðufundi

www.liu.is