Útvistun þjónustuverkefna ríkisins verði hraðað

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að hraða framgangi útvistunarstefnu ríkisins um þjónustukaup með því að ráðuneyti og fyrirtæki á þeirra vegum setji sér sem fyrst mælanleg markmið um útvistun þjónustuverkefna. Í ályktun aðalfundar SVÞ segir að samtökin telji óásættanlegt að einungis sé endurgreiddur virðisaukaskattur af kaupum ríkisfyrirtækja af þjónustu einnar atvinnugreinar þótt það sé í sjálfu sér gott skref. Stjórnvöld verði að gæta jafnræðis þjónustufyrirtækja á almennum markaði í viðskiptum við ríkið með því að sami háttur verði hafður á um öll þjónustukaup hins opinbera. Ekki megi dragast að skipa málum með þeim hætti. SVÞ skora jafnframt á stjórnvöld um að leggja niður úrelt vörugjöld á heimilistæki og sætindi. Sjá nánar um aðalfund SVÞ á vef samtakanna.