Útgjöld fjölmargra stofnana aukist á síðustu árum

Á undanförnum fimm árum hafa útgjöld ríkisins til mennta- og heilbrigðismála verið skorin niður um nærri sjö milljarða. Á sama tíma má finna fjölmörg dæmi um raunaukningu útgjalda  stofnana á árunum 2009-2014 þegar rýnt er í ríkisreikning hvers árs. Aukningin nemur nærri 14 milljörðum en þetta er dæmi um forgangsröðun stjórnmálaflokkanna sem ræða þessa dagana á Alþingi hvernig nærri 700 milljörðum verður varið á næsta ári.

Fulltrúar flokkana munu svara því í dag á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpu kl. 15 hvaða málaflokka þeir vilja setja í forgang og hvernig þeir vilja byggja upp innviði samfélagsins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlit yfir þær stofnanir þar sem raunaukning hefur orðið á útgjöldum á árunum 2009-2014.13

undefined